Evrópskt efnahagssvæði

98. fundur
Laugardaginn 09. janúar 1993, kl. 10:33:40 (4543)

     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Hv. síðasti ræðumaður fékk, að ég hygg, svör við sínum spurningum í umræðum um þingsköp í gær. Það kom fram af hálfu þess forseta sem þá sat á forsetastóli að hann beindi því til formanna þingflokka hvort þeir vildu kanna þá hugmynd sem ég greindi frá og fram var komin af hálfu forseta Alþingis á fundi fyrr um daginn, hvort menn vildu frekar sitja fram eftir í gærkvöldi og jafnvel eitthvað fram eftir nóttu til að ljúka þessu máli til þess að komast hjá því að sitja á fundi í dag. Þingflokksformenn ræddu saman óformlega um það efni eftir þessar umræður um þingsköp í gær og það kom fram að það var enginn grundvöllur fyrir því og þess vegna, eins og fram kom í máli þess forseta sem þá sat, stóð sú ákvörðun sem tekin var í gær um að halda þennan fund á þessum morgni. Þetta er nú skýringin. Ég hygg að þetta komi hv. þm. ekkert á óvart. Öll önnur atriði hans máls komu fram í umræðum um þingsköp í gær og þeim var svarað og það

er ástæðulaust að endurtaka það.