Evrópskt efnahagssvæði

98. fundur
Laugardaginn 09. janúar 1993, kl. 11:19:39 (4550)

     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Frú forseti. Mér skilst að það hafi verið tilefni til andsvars hv. 4. þm. Austurl. að það hefði lítið skeð í málinu við 3. umr. Ég er sammála honum í því að það hefði auðvitað þurft að gerast meira í þessu máli. En aðalástæðan fyrir því að afstaða mín er óbreytt er sú að ég tel að tvíhliða viðræður við Evrópuþjóðirnar, sem víðtæk samstaða er um að verði að vera, verði að byggjast á því samningaferli sem við stöndum í vegna þess að það

eru þar aðilar hinum megin við borðið. Það liggur reyndar fyrir uppkast að tvíhliða samningi sem mér var gefið í sumar af framkvæmdastjóra Alþb., samningur Íslands og Evrópubandalagsins um viðskipti og samvinnu. ( JBH: Samningur Íslands og Alþýðubandalagsins.) Og Evrópubandalagsins, stendur hér. ( JBH: Já.) En þessi samningur er bara gerður af einum aðila. Það eru aðilar hinum megin við borðið sem munu sjálfsagt samþykkja mjög margt í þessum samningi því hann byggist á fjórfrelsinu en við getum bara ekki komist svo einfaldlega frá málinu. Það er ástæðan fyrir því að mín afstaða er óbreytt.