Evrópskt efnahagssvæði

98. fundur
Laugardaginn 09. janúar 1993, kl. 17:47:42 (4578)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Fréttamat er alltaf huglægt. Fyrir mér voru það tíðindi að hv. þm. skyldi lýsa þessu yfir í dagblaði og síðan í þingræðu einfaldlega vegna þess að margir samherjar hans hafa verið býsna duglegir að reyna að bera þennan áburð af honum. Og það

liggur stundum við að maður trúi því að maður hafi verið að leggja einhverja dýpri merkingu í orð hans þar sem hann hafi haft einhverja fyrirvara og eitthvað slíkt áður í máli sínu og þar af leiðandi þá hefur þetta í rauninni legið í loftinu en verið borið til baka alla vega nokkrum sinnum vegna þess að þetta hefur þótt feimnismál. Þar af leiðandi var þetta frétt í mínum augum og ég tek það ekkert aftur. En eins og ég segi fréttamat er misjafnt og það getur vel verið að hv. þm. hafi haft gleggri og betri upplýsingar en ég. Það er þá út af fyrir sig mjög fróðlegt.