Evrópskt efnahagssvæði

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 15:31:55 (4720)

     Stefán Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Við erum með samþykkt þessa samnings að fela ríkjasamsteypum erlendra þjóða forræði í mikilsverðum málum íslensku þjóðarinnar. Við erum að opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Við heimilum erlendum aðilum kaup á íslensku landi. Við greiðum leið erlendra þjóða til að komast yfir orkulindir landsins. Á þetta get ég aldrei fallist. Þetta er vondur og illa unninn samningur. Við erum skrefi nær Evrópubandalaginu eftir að hafa samþykkt þennan samning. Því segi ég nei, hæstv. forseti.