Lánsfjárlög 1993 o.fl.

101. fundur
Miðvikudaginn 13. janúar 1993, kl. 17:16:10 (4801)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna þessarar beinu spurningar hv. þm. er það ljóst að bæði viðskrh. og ríkisstjórnin öll hefur fengið ítarlegar greinargerðir um vaxtaþróun og vaxtaákvarðanir bankanna. En ríkisstjórnin hefur ekki og á ekki og má ekki og getur ekki gefið bankaráðunum nein fyrirmæli um það, hv. þm. veit með hvaða hætti bankaráðin taka vaxtaákvarðanir sínar. Það væri valdníðsla og brot á heimildum ráðherranna ef þeir mundu reyna að reyna að gefa slík fyrirmæli og ég vona að fyrrv. ráðherrar hafi ekki gerst nokkurn tíma sekir um slík brot. (Gripið fram í.)