Grunnskóli

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 17:30:47 (4862)

     Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. hrósið. Ég sagði enda í ræðu minni ,,þar sem metnaður ríkti í þessum efnum``. Ég gef mér það þegar aukið vald færist til sveitarstjórnanna, þá sé það skýrt og greinilegt og lítil undankomuleið í þeim efnum að þeim ber að sinna þessum málaflokki. En reynslan er sú, og ég verð auðvitað að tala almennt um þau mál, að þar sem verkefni hafa verið færð frá ríkisvaldinu til sveitarfélaga hefur þjónustan ekki dalað heldur hefur hún þvert á móti batnað. Hitt ætla ég ekki að elta ólar við og þvert á móti er ég hv. þm. ósammála um að þetta er býsna gott í Hafnarfirði.