Frestun á fundum Alþingis

103. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 19:49:04 (4893)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 23. gr. stjórnarskrárinnar, svohljóðandi:
    ,,Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. janúar 1993, enda komi það saman á ný eigi síðar en 10. febrúar 1993.``
    Tillaga þessi skýrir sig sjálf.