Eftirlit Landhelgisgæslunnar innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar

105. fundur
Miðvikudaginn 10. febrúar 1993, kl. 15:01:34 (4923)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Kjarni þessa máls er sá að við höfum haldið á þessum málum út frá ýtrasta rétti sem við eigum. Við teljum hann hins vegar ekki fullnægjandi og höfum þess vegna tekið mjög virkan þátt í því

að vinna að því á alþjóðavettvangi að treysta okkar stöðu betur en gert hefur verið. Það þjónar hins vegar engum tilgangi og þjónar ekki okkar hagsmunum að halda því fram að við höfum meiri rétt en við höfum í raun og veru. Óskhyggjan ein hjálpar okkur ekki í því efni. Það þýðir ekki að halda því fram að við getum sent varðskip út fyrir 200 mílur og rekið skip þaðan eða tekið þau í okkar vörslu ef við höfum ekki þann rétt að alþjóðalögum.
    En við höfum ákveðin réttindi, við þurfum að vinna að meiri réttindum, og það sem skiptir máli er að menn standi saman um að vinna á þeim grundvelli.