Strandferðir

106. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 11:19:58 (4965)

     Árni M. Mathiesen :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé á nokkrum misskilningi byggt hjá hv. síðasta ræðumanni að þau vandræði sem hann virðist telja að séu í sjóflutningum kringum landið séu vegna þess að Ríkisskip hafi verið lögð niður og ríkissjóði og þjóðinni allri þar með verið spöruð hundruð milljóna sem það fyrirtæki hefur tapað á undanförnum árum. Vandræðin skapast fyrst og fremst vegna þess hversu illa er komið fyrir skipafélagi fyrrverandi Sambands ísl. samvinnufélaga, Samskipum, sem hefur þurft að draga sína þjónustu saman vegna þess að það er ekki lengur samkeppnisfært.