Atvinnuþróun í Mývatnssveit

107. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 13:10:03 (4978)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Vitaskuld er það svo að öll atvinnuuppbyggingarmál snerta umhverfismál með einhverjum hætti. Þetta kannski meira en önnur. Það skal fúslega viðurkennt. Auðvitað er í þessu tilviki sjálfsagt, ef sú verður niðurstaðan í atkvæðagreiðslu að þessu máli verði vísað til allshn., að allshn. fái álit umhvn. á málinu. Það er sjálfsagt. En ég tel að eins og tillagan er orðuð og eins og hún er flutt sé þetta fyrst og fremst um atvinnuuppbyggingu í Mývatnssveit og nýsköpun í atvinnulífi sveitarinnar og þess vegna eðlilegt að málið fari til annarar nefndar en umhvn.