Atvinnuþróun í Mývatnssveit

107. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 14:04:04 (4998)

     Guðmundur Bjarnason :
    Virðulegur forseti. Ég taldi rétt og eðlilegt með tilliti til þeirra aðstæðna sem ríkja varðandi málefni þessa svæðis sem hér er verið að ræða um, þ.e. Mývatnssvæðisins og Laxár, um það gildi sérstök lög, að þessi till. hefði farið til umhvn. Um það geta auðvitað verið skiptar skoðanir því hér er vissulega um bæði atvinnu- og byggðamál að ræða eins og komið hefur fram í þessari umræðu. Ég tel till. góða og þarfa. Ég tel eðlilegt að hún fái góða meðferð í þinginu og ég treysti því að sú nefnd sem mun fá málið til meðferðar ef till. sú sem hér er nú til umræðu eða til atkvæðagreiðslu verður samþykkt, þá fái hún góða og þinglega meðferð og ég segi því já.