Fjarvera heilbrigðisráðherra

107. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 14:28:44 (5007)


     Árni Johnsen :
    Virðulegi forseti. Það er ástæða til að lýsa yfir undrun á þeirri hugsun og því persónuníði sem forustumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka fara hér með að heilbrrh. Það er nýmæli um langt skeið a.m.k. og ótrúlegt hvernig menn sigla áfram án þess að þeim sé nokkuð heilagt. Um þessa aðför er kannski ástæða til þess að nota nýyrði til hv. tveggja þm., Páls Péturssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, að hér er um hroðbrussuhátt að ræða.