Tilkynning um dagskrá

107. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 16:57:26 (5025)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti er nú í nokkrum vanda. Nokkur mál eru enn á dagskrá. Þingmenn hafa ýmist beðið um að þeim yrði frestað eða flytjendur eru ekki viðstaddir. Hér er staddur í salnum einn flm., hv. 6. þm. Vestf., sem er 1. flm. dagskrármáls sem fjallar um breytingar á lögum um Lánasjóð ísl. námsmanna. Aðrir hv. þm. eru hér ekki viðstaddir. Ég vil spyrja hv. flm. hvort hún kýs að tala fyrir málinu. Þess hefur verið óskað að því yrði síðan frestað vegna fjarveru hv. þm. sem vildu taka þátt í þeirri umræðu. Eða vill þingmaðurinn fresta málinu algerlega? ( JVK: Ég kýs að fresta því. Mér sýnist vera orðið mjög fáliðað hér í þinghúsinu þannig að ég vil frekar mæla fyrir því síðar þar sem hæstv. menntmrh. hefur einnig tilkynnt veikindaforföll.) Hv. 6. þm. Vestf. hefur kosið að fresta málinu alveg þar sem ráðherra er ekki heldur viðstaddur. Forseti sér því ekki að unnt sé að taka fyrir fleiri dagskrármál á þessum fundi.