Húsaleigulög

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 11:27:07 (5037)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. hélt því fram áðan að fólk gæti ekki borgað húsnæðislán sín eftir að húsbréfakerfið var tekið upp. Ég vil upplýsa hv. þm. um það að vanskil eru ekki meiri eftir að húsbréfakerfið var tekið upp en í 86-kerfinu. Einmitt í kjölfar þess er 86-kerfið var lagt niður þurfti að taka upp greiðsluerfiðleikalán vegna þess að fólk var í vandræðum og gat ekki staðið skil af þeim skammtímaskuldum sem það þurfti að taka þegar 86-kerfið var. (Gripið fram í.) Ég vil líka minna hv. þm. á af því að hann er að minna á sína tíð sem félmrh. að ég man ekki betur en misgengishópurinn hafi orðið til eftir að hv. síðasti ræðumaður var félmrh.
    Varðandi það hvað húsaleigubæturnar kosta og fram koma í skýrslunni þá eru það um 300 millj. kr.