Dýrasjúkdómar

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 11:54:29 (5047)

     Árni M. Mathiesen :
    Frú forseti. Ég held að það sé alveg ljóst af þeim orðum sem hér hafa fallið, bæði hjá mér og 1. þm. Norðurl. v., að við erum alveg sammála um mikilvægi þess að varna því að sjúkdómar berist til landsins hvort sem þeir berast í hinar hefðbundnu dýrategundir eða hinar nýrri tegundir sem við höfum til eldis. Þar ber ekkert á milli.
    Hér hefur a-lið 10. gr. frv. aðeins borið á góma þar sem sérstaklega er minnst á hráar eða lítt saltaðar sláturafurðir. Þessi grein er samhljóða 2. grein laga nr. 11/1928, um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins. Þar er einmitt talað um hey, hálm og aldýraáburð, hráar og lítt saltaðar sláturafurðum hverju nafni sem nefnast o.s.frv. Eini munurinn á þessum greinum er sá að búið er að bæta fleiri tegundum inn í 10. gr. Er það í takt við þá þróun sem orðið hefur í landbúnaði okkar og vil ég þá helst nefna svokallaðan rotmassa blandaðan alidýraáburði sem notaður er til svepparæktar.