Búnaðarfræðsla

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 12:36:26 (5063)

     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það sem ég er að tala um þegar ég segi að ríkisstjórnir örvi ekki atvinnulíf er að það örvar ekki atvinnulíf að leggja einn milljarð t.d. á sjávarútveginn. Það örvar ekki atvinnulíf að leggja virðisaukaskatt á prentiðnað í landinu. Það örvar ekki atvinnulíf að leggja virðisaukaskatt á orku. ( Landbrh.: Ferðaþjónustu?) Ég tala nú ekki um ferðaþjónustu, hæstv. landbrh. Það var svar bænda við auknum samdrætti, það var að efla ferðaþjónustu. En svar ríkisstjórnarinnar við þeirri atvinnugrein er aukin skattlagning. Það er þetta sem ég er að tala um, hæstv. landbrh. Og ég var að tala um það að mér þykir það ekki vera alveg í takt þegar hæstv. ríkisstjórn ætlar að örva verkmenntun í landinu að á sama tíma ætlar hún að leggja aukinn skatt á nemendur sem stunda verkmenntun.