Fullgilding á sjávarútvegssamningum milli Íslands og EB

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 13:46:37 (5111)

     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Þetta svar var að hálfu leyti fullnægjandi. Þar með er upplýst að það sé einnig af völdum þess að ríkisstjórn Íslands vilji bíða átekta en ekki eingöngu sökum tafa hjá Evrópubandalaginu að fullgildingarskjöl eru ekki afhent. Hins vegar vék hæstv. utanrrh. sér undan því að svara því hvort það væri vegna þeirra efnislegu aðstæðna sem uppi eru í málinu og ég vil því gera eina tilraun enn og ítreka að síðustu þá spurningu til hæstv. ráðherra hvort það komi til greina að mati hans að samningurinn verði yfirleitt látinn ganga í gildi á þessu ári þegar augljós efnisáhrif þess eru þau að afhenda Evrópubandalaginu hér rétt til veiða á 3.000 tonnum af karfa án þess að Íslendingar fái nokkuð í staðinn. Kemur yfirleitt til álita að mati hæstv. utanrrh. að láta samninginn ganga í gildi á þessu ári?