Aðild Alþingis að 50 ára afmæli lýðveldisins

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 14:26:08 (5137)

     Guðrún Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Frú forseti. Ég átta mig ekki á því hvernig á að fara með þetta ágæta mál. Hér er um að ræða þingmannamál sem hlýtur að fara til nefndar eins og öll önnur mál og hljóta afgreiðslu í heild. Ég lýsti því við umræðu fyrir nokkrum dögum að mér þætti þetta meira en óvenjuleg meðferð þingmáls og vil fá upplýsingar ef ég mætti biðja um þær, frú forseti. Hvernig stendur á því að þessi tillaga á ekki að fá venjulega þinglega meðferð?