Aðild Alþingis að 50 ára afmæli lýðveldisins

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 14:34:28 (5145)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Það var samstaða um það í umræðum um þetta mál og það sem afgreitt var hér rétt áðan að þau mál skyldu fylgjast að. Við höfum þegar ákveðið málsmeðferð gagnvart fyrra málinu og eðlilegt að hið síðara fari í sama farveg. Það er misskilningur að hér sé um eitthvað undarleg vinnubrögð að ræða. Þvert á móti var leitað eftir samstöðu um vinnubrögð af þessu tagi. Ég tel með öllu ástæðulaust

að vísa þessu máli til allshn.