Vegáætlun 1993--1996

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 17:08:22 (5188)


     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég hef áður skýrt þetta mál. Það er nauðsynlegt að Vegagerðin fái hingað erlenda sérfræðinga til að vinna að þessum málum, m.a. af umhverfisástæðum. Þar með er ekki sagt að allar þessar 30 millj. fari í laun til þeirra. Unnið er að ákveðnum vegaframkvæmdum af íslenskum höndum, íslenskum vélum en hingað koma erlendir sérfræðingar vegna þess að okkur er nauðsyn að fá hingað sérfræðinga í öllum greinum annað veifið til að kenna okkur ný vinnubrögð og kynnast því sem hér er um að ræða. Við þurfum líka að sækja þekkingu út fyrir landsteinana. Stundum koma þeir sem þekkinguna hafa hingað til lands. Þetta er svona upp og ofan.