Skipulags- og byggingarlög

113. fundur
Mánudaginn 22. febrúar 1993, kl. 15:08:36 (5346)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (andsvar) :
    Herra forseti. Aðeins örstutt. Það var í rauninni tvennt sem ég gleymdi að nefna af því sem hv. þm. Svavar Gestsson nefndi.
    Í fyrsta lagi tek ég undir að mér finnst eðlilegt að sjónarmið minni hluta fái kynningu þegar um slíkt er að ræða og í meiri háttar skipulagsmálum. Það finnst mér eðlileg og sanngjörn krafa að ef meiningar eru deildar þá komi það fram þegar borgararnir fá tækifæri til að kynna sér niðurstöðuna. Það finnst mér eðlilegt.
    Það sem hann nefndi líka um brýr þá hygg ég að hann þekki sögu þess máls svolítið. Það var deilumál milli félmrn. og samgrn. Félmrn. taldi að brýr væru mannvirki. Samgrn. var annarrar skoðunar og taldi að brýr væru vegir. Sú túlkun hefur orðið ofan á. Auðvitað er sannleikurinn einhvers staðar þarna mitt á milli að brýr eru bæði vegir og mannvirki. Þetta er mál sem hefur ekki fundist endanleg lausn á en þarf að leysa vegna þess að ekki er hægt að hanna og byggja brýr án skipulags í grennd við þær og án tillits til umhverfisins. Ég tek fyllilega undir það. En þetta er mál sem er í rauninni ójafnaður ágreiningur milli ráðuneyta.