Kaup á björgunarþyrlu

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 16:20:37 (5478)

     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. Árni Johnsen sló hér held ég öll met í ræðu sinni hér áðan. Ég vil leyfa mér að kalla ræðuna hreint og klárt bull. Það kallast bullræða. Hún var full af dylgjum og órökstuddum dylgjum. Þingmaðurinn talaði um það að ég hefði verið með persónulegt níð og svívirðingar. Það var reynt að biðja hann hér utan úr sal að rökstyðja það. Að sjálfsögðu gat hann það ekki. Hann eyddi nokkrum mínútum í það að segja að ég hefði ráðist á varnarliðið. Hann var beðinn að útskýra það héðan úr sal. Að sjálfsögðu gat hann það ekki. Hann segir að þetta frv. sem ég er 1. flm. að sé pólitískt mál og ég sé notaður af stjórnarandstöðunni. Að sjálfsögðu gat hann ekki rökstutt það. Hann sagði að málið væri illa þingtækt. Hann var beðinn að rökstyðja það. Að sjálfsögðu gat hann það ekki. Ræða hv. þm. var hreint og klárt

bull og mér þykir illa farið með tíma þingsins þegar svona ræður eru fluttar.
    Hv. þm. mun hafa sagt og það hefur komið hér fram í dag um samgrh. að hann talaði oft áður en hann hugsaði. Ég vil segja það samgrh. til hróss að hann hugsar þó. ( Gripið fram í: Að lokum.)