Ríkisábyrgð á bótagreiðslum vegna grófra ofbeldisbrota

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 17:58:54 (5512)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vissulega get ég tekið undir það með hv. síðasta ræðumanni að hér er tekið veikt til orða. Hins vegar er það mín skoðun að verði slík nefnd skipuð geti hún ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að ríkissjóður eigi með einum eða öðrum hætti að ábyrgjast greiðslur dæmdra bóta vegna kynferðisafbrota og annarra grófra ofbeldisbrota. Þar af leiðandi tel ég mjög mikilvægt að þessi till. til þál. verði samþykkt og að störfum þessarar nefndar verði hraðað mjög vegna þess að þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það mun fást mikilvæg réttarbót fyrir þolendur kynferðisafbrota og annarra grófra ofbeldisbrota.