Sveitarstjórnarlög

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 13:58:47 (5615)

     Hrafnkell A. Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er út af fyrir sig ekki svo mjög ósammála hv. síðasta ræðumanni varðandi það að þessi stefna sem sveitarfélaganefndin hefur fylgt geti orkað tvímælis. Það sem ég vil aftur á móti mótmæla er að hér sé um einhverja pólitíska stefnumörkun að ræða. Svo er ekki. Sveitarfélaganefndin starfar, eins og kom fram hjá hv. þm., samkvæmt samþykkt fulltrúaráðsins sem gekk þvert á pólitíska línu og starfsmenn Byggðastofnunar hafa ekki fengið önnur fyrirmæli en þau að gera þessa skýrslu. Þeim hafa ekki verið lagðar þær pólitísku línur sem hv. þm. hefur viljað gefa til kynna.