Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 14:46:39 (5631)

     Kristín Ástgeirsdóttir (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka undir ummæli síðasta ræðumanns því að mér finnst það algerlega óviðunandi að þurfa að ræða þessa stóru, miklu og mikilvægu skýrslu hér og hafa til þess eingöngu 8 mínútur í fyrri umferð. Ef ég man rétt, þá má maður tala tvisvar um þáltill. Það kann rétt að vera að það hefði þurft að biðja um lengri tíma fyrir fram en því miður var það ekki gert. En ég vil nú biðja forseta að athuga hvort ekki sé hægt að finna leið til þess að lengja hér umræðutímann því að það er auðvitað algerlega óviðunandi þegar málefni kvenna loksins komast á dagskrá auk þess sem þessi skýrsla er búin að bíða í meira en ár, að þá skuli tíminn takmarkaður með þeim hætti sem raun ber vitni.