Greiðslur úr ríkissjóði o.fl.

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 17:30:48 (5654)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 2. þm. Vestf. sem er þekktur af öðru en því að tala undir rós talaði mikið undir rósum í þessari ræðu sinni í nokkrum tilvikum og kunni ég lítil deili á því sem hann var að tala um stundum. Þó þekkti ég eitt dæmið. Hann var að tala um kennaraskólahúsið. Hann var að tala um það þegar ríkisstjórnin samþykkti að afhenda kennarasamtökunum kennaraskólahúsið. Hvað samþykkti hún? Hún samþykkti að beita sér fyrir því að Alþingi féllist á þennan pólitíska vilja hennar. Þetta vald er ekki hægt að taka af ríkisstjórn. Jafnvel þó að Steingrímur Hermannsson sé forsrh. í henni. Ég vil ekki gera hann ómyndugan næst þegar hann verður forsrh. hvað sem hv. þm. vill gera.