Vegalög

122. fundur
Föstudaginn 05. mars 1993, kl. 11:20:56 (5685)

     Ingibjörg Pálmadóttir (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég vil gera athugasemd við það að hæstv. samgrh. gerir efnislega athugasemd við ræðu mína hér áðan og ég hef ekki tækifæri til að svara honum í andsvörum þar sem hann er í andsvörum við annan hv. þm. Þetta þykir mér ekki rétt og vil gera athugasemd við það.
    Hann talaði um að það hefði ekki komið fulltrúi úr sveitarfélögunum. ( Forseti: Nú er hv. þm. að fara út í efnislega umræðu um málið.) Já, það kann að vera en ég ætla bara að endurtaka að sveitarfélögin virðast eiga að borga meira og ráða minna. Það er það sem er að gerast varðandi þetta frv.
    En mér finnst mjög óeðlilegt að ráðherra geri hér efnislegar athugasemdir við ræður annarra þingmanna í andsvörum og líka það að ég ætla að minna á að þessar 130 millj. sem skuldin er á Akraborginni er eins og ein lítil brú.