Tækniskóli Íslands

123. fundur
Mánudaginn 08. mars 1993, kl. 16:00:59 (5771)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta var satt að segja fjarska lítið merkileg athugasemd hjá hv. 5. þm. Austurl.
    Staðreyndin er sú að það er 1. gr. í þessu frv. sem skiptir máli. Þar stendur: ,,Síðari málsgrein 1. gr. falli niður.`` Hvað stendur í síðari málsgrein 1. gr.? Þar stendur: ,,Kostnaður við stofnun og rekstur skólans greiðist úr ríkissjóði``. Það er verið að strika þetta út. Þessi setning á að fara út. Og um leið er flutt tillaga um skólagjöld. Og ég spyr: Er það með fullum stuðningi Alþfl. að það er fellt út að það eigi að taka fé úr ríkissjóði til að styðja Tækniskóla Íslands?