Stjórnarfrumvörp um heilbrigðismál

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 13:39:28 (5777)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin. Þau staðfesta það sem mönnum hefur sýnst vera að þróast að undanförnu, að á milli stjórnarflokkanna í þessum málum öllum er djúptækur ágreiningur. Það er ekki aðeins varðandi lyfsölumálin þar sem þeir hv. þm. Geir Haarde og hæstv. heilbrrh. hafa skipst á skotum síðustu daga heldur einnig að því er varðar frv. um heilbrigðisþjónustu, að því er varðar

frv. um tóbaksvarnir og að því er varðar frv. um vímuefnavarnir. Þetta er fróðlegt til umhugsunar og ég þakka hæstv. forsrh. fyrir að hafa verið svo hreinskilinn að staðfesta ágreininginn á milli stjórnarflokkanna. Eins og kunnugt er ætlast hæstv. heilbrrh. ekki aðeins til að öll frumvörpin verði lögð fyrir þingið í vetur og rædd heldur líka afgreidd en hæstv. forsrh. telur bersýnilega öll vandkvæði á því þar sem Sjálfstfl. eigi eftir að vinna mikið í þeim málum sem ég nefndi.