Tækniskóli Íslands

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 15:22:10 (5814)

     Guðrún J. Halldórsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það hefur komið í ljós í umræðunum að skólagjöld sem nú eru innheimt eiga ekki að vera notuð til rekstrar eða byggingar skóla. Í Tækniskóla Íslands eru 476 nemendur á haustönn og borgar hver nemandi 3.600 kr. í skólagjöld eða innritunargjöld eða hvað það kallast, nema nýnemar. Þeir borga 4.100 kr. Það er vegna þess að þeir fá námsvísi. Þeir fá líka að greiða 800 kr. í bókasjóð og svo er borgað í nemendafélagið 2.150 kr. en svo kemur skrýtin tala. Þeir borga 550 kr. í byggingarsjóð. Getur hæstv. ráðherra skýrt það fyrir mér hvernig stendur á því að nemendur eru nú þegar byrjaðir að borga í byggingarsjóð í Tækniskólanum?