Þvottahús Ríkisspítalanna

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 20:04:20 (5840)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég fer að óttast að hæstv. heilbrrh. lendi á ruslahaugum sögunnar með þessu áframhaldi. Ég segi það alveg eins og er. Staðreyndin er auðvitað sú að sú lagagrein sem var inni í lögunum um ríkisprentsmiðjuna Gutenberg og um Jarðboranir ríkisins er sett þar inn, ég hygg árin 1988 og 1989 eða 1990. Menn töldu þá að þær héldu. Eftir það hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ég skora á hæstv. ráðherra að lesa dóma Hæstaréttar áður en hann flytur fleiri frv. hér á Alþingi sem lenda í versta falli á ruslahaugum sögunnar, í besta falli í næsta riti af Íslenskri fyndni.