Þvottahús Ríkisspítalanna

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 20:05:03 (5841)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þær orðréttu tilvitnanir sem ég las úr lögum um ríkisprentsmiðjuna Gutenberg frá þeim tíma þegar hv. þm. Svavar Gestsson var ráðherra standa óbreytt í íslenska lagasafninu. Það hefur enginn aðili fellt þessi ákvæði úr gildi. Hv. þm. gaf fordæmi með samþykki sínu við þessum ákvæðum á meðan hann var ráðherra. Þau ákvæði sem hann greiddi atkvæði eru orðrétt tekin upp í það frv. sem hér er

flutt.
    Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir því að hv. þm. Svavar Gestsson, sem er fastheldinn mjög á sín gömlu viðhorf, sé sömu skoðunar árið 1993 og hann var árið 1989.