Þvottahús Ríkisspítalanna

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 21:03:53 (5848)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil því einu bæta við mitt fyrra andsvar að niðurstaðan hlyti óhjákvæmilega að verða sú að það væri ekki nægilegt að það yrði bókhaldslegur aðskilnaður á milli deildar í Ríkisspítölum eins og Þvottahús Ríkisspítala er og spítalanna að öðru leyti til að Þvottahús Ríkisspítala gæti farið á almennan útboðsmarkað í samkeppni við einkafyrirtæki heldur yrði líka gerð sú krafa að skattalega meðferðin væri svipuð. Það þýðir í almennum orðum að það yrði að gera þá breytingu sem hér er verið að leggja til eða aðra sambærilega.