Endurskoðun laga um mannanöfn

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:04:39 (5885)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu hér. Þetta er mikið mál eins og fram hefur komið og ég vil líka þakka hæstv. dómsmrh. fyrir að upplýsa hér að það eigi að endurskoða þessi lög. Það er mjög mikilvægt.
    Mig langar að spyrja hæstv. dómsmrh. í hvaða stöðu foreldri er sem hefur skírt barn sitt t.d. nafninu Svanberg og búið er að skrá það í kirkjubækur. Skírnin átti sér stað í nóvember en Hagstofan neitar að skrá nafnið vegna þess að það er ekki löglegt. Nafnið er auðvitað, eins og hv. fyrirspyrjandi sagði áðan hluti af persónu hvers og eins, og þegar búið að skíra og sú stóra gjöf sem barnið fær. Því finnst þeim sem hafa skírt þessum nöfnum útilokað að breyta um nafn eftir að skírn hefur átt sér stað og búið að skrá í kirkjubækur.