Ár aldraðra

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:24:27 (5898)


     Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Bara til glöggvunar voru þær sakir sem ég vildi bera af mér þær að hæstv. heilbr.- og trmrh. hélt því fram að fsp. væri á misskilningi byggð og ekki á rökum reist sem ég hef þó hrakið hér í seinni athugasemdum mínum.
    Mér finnst hins vegar til umhugsunar úr því að heilbrrh. var þeirrar skoðunar að fsp. væri röng þá átti hann að gera athugasemdir við hana um leið og hún kom fram. Það gerði hann ekki. Ég tel að hér sé um að ræða handvömm hæstv. ráðherra og til hennar stofnað vísvitandi til að geta haft í frammi útúrsnúninga skipulega hér í fyrirspurnatíma í stað þess að fjalla um það hvaða stefnu ríkisstjórnin hefði í málefnum aldraðra. Ég gagnrýndi því heilbrrh. á grundvelli þingskapa í þessu efni.