Barnasjónvarp

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 12:27:08 (5930)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegur forseti. Það er svo sjaldan sem maður hefur tækifæri til að hrósa og þakka að ég vil hrósa þeim sem hafa komið því af stað að það skuli vera sjónvarpsefni fyrir börn á sunnudags- og laugardagsmorgnum. Ég hef opnað fyrir sjónvarpið undanfarna sunnudagsmorgna og tekið eftir því að það er mjög gott efni í sjónvarpinu og góður talaður texti. Hér er talað um að það sé hætta á því að verið sé að keppa við foreldrana um athygli barnanna. Ég vil meina það að ef foreldrarnir eru á annað borð skemmtilegir, þá vilja börnin heldur slökkva á sjónvarpinu og tala við foreldrana en oft er það þannig að foreldrar eru ekki skemmtilegir um helgar og þetta er kannski það skemmtilegasta sem barnið getur gert. Við verður bara að horfast í augu við það.
    En mér fannst rétt að það kæmi fram þakklæti fyrir þetta efni því að það sem ég hef séð af því er verulega gott og mér finnst þeim 30 millj. sem varið er til þessa efnis vel varið.