Umhverfisskattar

129. fundur
Þriðjudaginn 16. mars 1993, kl. 13:34:57 (6060)


     Rannveig Guðmundsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Við höfum í nokkrum tilfellum fengið til nefnda mál af þessu tagi sem í raun heyra til á fleiri en einum stað. Ég get nefnt það að félmn. fær til sín mál varðandi tekjustofna sveitarfélaga og fyrir jól var slíkt mál á ferðinni og þá var skattahlið þess máls, aðstöðugjöldunum, vísað til efh.- og viðskn. sem vann málið í samvinnu við félmn. Ég mun sem varaformaður efh.- og viðskn. beita mér fyrir því í nefndinni að þetta mál fari til umsagnar umhvn. og get þar með fallist á þá ósk flm. sem hér hefur komið fram.