Samskipti fjármálaráðuneytis og Ríkisendurskoðunar

129. fundur
Þriðjudaginn 16. mars 1993, kl. 13:54:05 (6071)

     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Hér hafa þráfaldlega komið upp umræður í þinginu um samskipti fjmrn. og Ríkisendurskoðunar og bókhaldsaðferðir og til viðbótar núna matsaðferðir. Ég ætla ekki að vera langorður um þessi mál undir liðnum um þingsköp. Það er nauðsynlegt að ræða þessi mál hér undir liðnum um ríkisreikning, en ég vildi aðeins undirstrika að það er mjög brýnt að hraða störfum svokallaðrar ríkisreikningsnefndar og komast að niðurstöðu um þessi mál svo að þessir hvimleiðu árekstrar og umræður um bókhald víki til hliðar út úr þessari umræðu um ríkisfjármálin. Þetta er alveg óviðunandi og grefur náttúrlega undan því trausti sem menn hafa á ríkisfjármálunum yfirleitt. Ég vildi aðeins nota þetta tækifæri til að undirstrika að það verður að komast niðurstaða í þessi mál og taka heildstætt á þeim.