Breyting á dagskrá

129. fundur
Þriðjudaginn 16. mars 1993, kl. 14:16:09 (6083)

     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Mér sýnist nú að það sé dálítið merkileg staða hérna uppi. Það er greinilegt að það er ekki áhugi á því fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða forustu þingsins að ræða seðlabankafrv. því að það voru meira en tveir tímar til stefnu. Annað eins hefur komið fyrir og það að umræðu um mál hafi verið frestað og mér finnst í hæsta máta einkennilegt að það sé hægt að tilkynna um ríkisstjórnarfund í hádegi á óvenjulegum tíma. Mér er spurn hvert tilefnið er. Það er sjálfsagt að leggja niður fundi þingsins ef ríkisstjórnin þarf af mjög brýnum ástæðum að halda fundi. En það er ekki ástæða til þess ef ríkisstjórnin hefur einhverja þörf að halda fundi á óvenjulegum tíma að fella niður þinghald þess vegna. Er ríkisstjórnin að fara frá? Eða er öryggishagsmunum landsins ógnað? Hvað er að gerast? ( Gripið fram í: Það er stórtíðinda að vænta.) Hvaða tíðinda er að vænta af þessum ríkisstjórnarfundi sem þarf að tilkynna skyndilega í hádegi og halda á alls óvenjulegum tíma á miðjum þingdegi? Ég veit ekki hvort það er sanngjarnt

að beina þessum fyrirspurnum til forseta, en hún er þó . . .   ( Gripið fram í: Til ráðherrans í salnum.) Já, það er einn ráðherra í salnum og ég spyr: Hvað er að gerast í þjóðfélaginu sem kallar á þessi skyndilegu fundahöld?