Eiginfjárstaða innlánsstofnana

131. fundur
Miðvikudaginn 17. mars 1993, kl. 19:02:54 (6134)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vænti þess að menn muni gæta sín á því sem þeir segja úr þessum ræðustól gagnvart stofnunum af þessu tagi. Hv. þm. nefndi að ég hefði getið þess að ríkisstjórnin hefði komið saman eftir að Landsbankanum var lokað og væri það mjög sérkennilegur punktur í viðbót í málinu, eins og hv. þm. sagði. Þannig var að eftir fréttir klukkan þrjú og eftir viðræður, eftir viðtöl við hv. þm. Steingrím Hermannsson, var mikið hringt í Landsbankann og spurt og fólk var órólegt, eftir tilkynningar ríkisstjórnarinnar og í dag hafa engar slíkar hringingar átt sér stað.