Börn í áhættuhópum

132. fundur
Fimmtudaginn 18. mars 1993, kl. 10:59:30 (6153)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt voru ýmis nýmæli sett í lögunum um vernd barna og ungmenna og ég held að það sé ástæða til þess að hlaupa ekki strax til við setningu reglugerðar heldur að fá reynslu af lögunum áður en hlaupið er til og strax á

fyrsta degi sem lögin eru samþykkt sé sett reglugerð. Ég minni enn á að það eru nú ekki nema tveir mánuðir síðan þessi lög tóku gildi.
    Varðandi það hvenær verði lokið við samningu þessarar reglugerðar er erfitt að segja um. Þær verða gefnar út jafnóðum og þær verða tilbúnar, en ég mundi áætla að innan hálfs árs verði búið að setja allar þær reglugerðir, sex talsins, sem ég taldi upp hér áðan.