Upplýsingamiðlun og aðgangur að upplýsingum um umhverfismál

133. fundur
Fimmtudaginn 18. mars 1993, kl. 12:43:59 (6189)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :
    Virðulegi forseti. Ég sé ástæðu til að þakka hv. umhvn. þingsins þá vinnu sem hún hefur lagt í umfjöllun þessa frv. jafnframt því sem ég lýsi því yfir að ég hygg að þær breytingar sem hún leggur til séu flestar til betri vegar og veit raunar að í starfi nefndarinnar hefur hún haft samráð við fulltrúa ráðuneytisins um þessi mál og þar hefur tekist gott samstarf. Ég lýsi stuðningi við þessar breytingar og vona að þetta frv. sem markar tímamót eins og hv. formaður umhvn. og frsm. raunar sagði hér. Ég vona að þetta verði sem fyrst að lögum og ítreka þakkir til nefndarinnar fyrir hennar starf.