Hvalveiðar

133. fundur
Fimmtudaginn 18. mars 1993, kl. 17:04:28 (6230)

     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að ég hafi nú hafið mál mitt á því að fagna þessari tillögu og það gefur alveg auga leið að ég er því vissulega fylgjandi að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til að hvalveiðar geti hafist næsta sumar á grundvelli rannsókna Hafrannsóknastofnunar á stærð og veiðiþoli hvalastofna. Og það að ég bendi á að við erum annars vegar aðilar að hafréttarsáttmálanum og hins vegar hitt að við höfum kosið þá leið, í góðri samvinnu við alla þá sem málið varðar hér innan lands m.a., að ganga til liðs við NAMMCO tel ég fráleitt að megi túlka á þann hátt að ég sé á móti þessari tillögu nema síður sé. Ég er eindreginn stuðningsmaður þessarar tillögu, ég tel einfaldlega að þetta sé vænlegasta leiðin til þess að tryggja það að hér geti hafist hvalveiðar sem allra fyrst, helst nú í sumar, og það sé engin leið sem ég þekki heppilegri fyrir okkur til þess að tryggja það að hér geti hafist hvalveiðar en einmitt sú leið

sem við höfum valið og menn hafi verið sammála um sem að þessu máli hafa komið, bæði sjómenn, til að mynda hrefnuveiðimenn og allir þeir aðrir sem mál þetta hafa látið sig varða.