Hvalveiðar

133. fundur
Fimmtudaginn 18. mars 1993, kl. 17:38:02 (6242)

     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég tel að það sé ekki nokkur einasti möguleiki að misskilja það sem ég hef verið að segja. Auðvitað er þessari tillögu ekki beint gegn stefnu ríkisstjórnarinnar, þó það nú væri að svo væri ekki. Hins vegar er hún þannig úr garði gerð að í henni felast fyrirmæli og í stefnu ríkisstjórnarinnar stendur ekki að það eigi að hefja hvalveiðar á sumrinu 1993 en það stendur aftur á móti í þessari tillögu og það er það sem við höfum verið að tala um hér og menn hafa verið að víkja sér fimlega undan að viðurkenna að er sannleikanum samkvæmt að þegar þeir eru að tala um að taka sér tíma, fara varlega og annað slíkt,

þá eru þeir náttúrlega í raunveruleikanum að segja að það verði ekki hægt að fara eftir því sem stendur í þessari tillögu.