Dagskrá

135. fundur
Föstudaginn 19. mars 1993, kl. 15:36:09 (6299)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Mér er kunnugt um það að fjöldi þingmanna hefur verið að ráðstafa sér annað í dag og ekki reiknað með því að vera svo lengi fram eftir sem raun ber vitni. Ég verð að segja það að mál eins og þessi sem nú eru á dagskrá, sem menn vita að umræður verða um og kannski nokkuð langar, á auðvitað ekki að taka á dagskrá á þeim tíma sem hér er upp runninn, klukkan langt gengin í fjögur á föstudegi. Ég mótmæli því að það sé gert og óska eftir því að það verði fundinn annar tími og hentugri til þess að ræða þessi mál.