Dagskrá

135. fundur
Föstudaginn 19. mars 1993, kl. 15:49:21 (6310)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Mig langar til þess að leiðrétta það sem hæstv. umhvrh. var að segja áðan. Sú dagskrá sem var dreift í morgun lítur þannig út að það eru hvergi á henni þau mál sem á að fara að taka til umræðu núna. Þau eru ekki þar. ( VS: Ég tilkynnti sem forseti um þau.) ( GHelg: Það nægir okkur ekki.) Það vil ég segja að nægi ekki af þeirri ástæðu að þótt prentuð dagskrá sem dreift var hafi verið í höndum þingmanna í dag voru ekki allir viðstaddir í morgun þegar sú tilkynning sem hv. þm. sem var í forsetastóli í morgun bar fram. Þess vegna er auðvitað þessi prentaða dagskrá staðreynd og menn verða að muna eftir því líka. Ég óska eftir því með fullri vinsemd við forseta að hann endurskoði afstöðu sína til þess hvernig verður staðið að þessum umræðum og það verði orðið við því að það verði a.m.k. ekki gert meira í málinu heldur en það að framsögumenn flytji sínar ræður.