Rannsóknir á innfluttum matvælum

142. fundur
Fimmtudaginn 25. mars 1993, kl. 10:56:13 (6430)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Eins og ég hef fengið fsp. í hendur er spurt: Hvernig er rannóknum á innfluttum matvælum, einkum grænmeti, háttað? Ég hef hér rakið svar þeirra stofnana sem með það eftirlit hafa að gera. Ég vil taka fram að auðvitað hlýtur það alltaf að vera til endurskoðunar hvernig eigi að standa að rannsóknum á innflutningi og matvælum almennt. Eins og ég vék að þá er verið að undirbúa skýrari og strangari reglur í þeim efnum. Ég hef ekki fengið kvörtun um það að tæknibúnaður sé ekki nægilegur í þessari deild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins en skal af þessu tilefni kynna mér það. En ég hef að öðru leyti ekki meira um þetta mál að segja.