Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

145. fundur
Fimmtudaginn 25. mars 1993, kl. 15:11:53 (6478)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get bara sagt það eitt að menn geta auðvitað verið skinheilagir á þingi eins og sá þingmaður sem talaði áðan og talað fjálglega en haft hins vegar enga raunhæfa pólitík fram að færa, hafa aldrei sagt mönnum hér hvernig þeir hugsi sér hina pólitísku þróun, t.d. í álfunni, en látum það eiga sig.
    Ég ætla hins vegar að upplýsa þingmanninn um það hvernig á því stendur að ég er að eiga orðastað við hann hér í þingsalnum, sem gerist ansi oft. Ástæðan er einfaldlega sú að hv. 4. þm. Austurl., Hjörleifi Guttormssyni, er svo umhugað að ræða þessi mál við mig og auðvitað virði ég hann svars. Ég sýni honum þá virðingu.