Framhaldsskólar

146. fundur
Mánudaginn 29. mars 1993, kl. 14:35:49 (6531)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta frv. er ekkert sérstaklega flutt í samráði við skólastjórn Iðnskólans í Reykjavík og að ég best veit heldur ekki í neinni andstöðu við skólastjórn Iðnskólans. Mér er a.m.k. alveg ókunnugt um það.
    Það stendur ekki til að fara að fela þessa menntun prentiðnaðinum sérstaklega. Það stendur ekki annað til en stendur í frv. sjálfu: að veita atvinnulífinu meiri aðgang að stjórnun þessa náms í iðngreinum en möguleiki er á samkvæmt gildandi lögum. Þannig er þetta.