Veiting ríkisborgararéttar

147. fundur
Þriðjudaginn 30. mars 1993, kl. 13:49:20 (6554)

     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Herra forseti. Á þskj. 770 liggur fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er lögð fram tillaga um að veita 11 þar til greindum mönnum íslenskan ríkisborgararétt. Þeir uppfylla allir þau almennu skilyrði sem allshn. hefur stuðst við varðandi veitingu ríkisborgararéttar. Frv. er lagt fram samkvæmt venju á vorþingi en á fyrri hluta þinghalds hafði Alþingi áður afgreitt frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar.
    Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.